Stjórnmál

Ég boða yður mikinn fögnuð (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Meinið í þýskum stjórnmálum er að svo til hver einasti Þjóðverji hefir sína ákveðnu sérskoðun í landsmálum, og stendur í þeirri bjargföstu trú, að hann hafi hina einu réttu skoðun. En skortur á samheldni og samvinnu er sannarlega tilfinnanlegur.

Steldu þessum hugmyndum Jón! (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Saga var sögð af Jóni nokkrum sem varð fyrir því óláni að frá honum var stolið snærisspotta. Eftir það var hann aldrei nefndur annað en Jón þjófur .

Viðreisn berst gegn einokun í landbúnaði (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Hátt matvælaverð kemur verst við þá sem minnstar tekjur hafa, þar með talið aldraða, öryrkja og námsmenn. Þessir hópar hafa ekki átt marga málsvara á Alþingi en Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga eiga þar víða hauka í horni.

Hvers vegna minnkaði fylgi Guðna? (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Þetta svar og frammistaða Höllu kostuðu Guðna um fimm prósent fylgi. Þegar menn vilja þóknast öllum hrífa þeir engan. Guðni var samt sterkasti frambjóðandinn og hann nær vopnum sínum á ný.

Hver er sinnar gæfu smiður? (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Það segir sína sögu að á Austurvelli var tekin upp ný stefna í þetta sinn, aparheitstefna stjórnarflokkanna. Ráðamennirnir voru öðrum megin girðingar, almenningur víðs fjarri hinum megin.

Hvað nú? (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Menn eiga ekki að hlaupa frá skoðunum sínum. Hér er hluti af grein sem ég skrifaði fyrir sex árum eða sjö. Greinin heitir Endurreisn Íslands. Öllum þessum árum síðar er enn þörf á Viðreisn.

Eigum við ekki að lyfta umræðunni upp á svolítið hærra plan? (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Ég sé að stuðningsmenn Davíðs segja sigri hrósandi að þeirra maður hafi nú talað beint til þjóðarinnar. Nær lagi væri að segja að Davíð hefði gefið þjóðinni á kjaftinn og telji að hann eigi að fá forsetaembættið að launum.

Óvönduð blaðamennska (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Fyrir lesendur Morgunblaðsins , sem hafa rýmri tíma en blaðamaðurinn knái og prófessorinn, er rétt að benda á að ítarlega stefnu Viðreisnar má lesa á heimasíðunni www.vidreisn.is. Einnig m á sjá upptöku af stofnfundinum á Facebook-síðu flokksins. Það er útilokað að menn komist að svipaðri...

Stofndagurinn (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Sumir höfðu komið á fund til okkar áður. Aðrir voru gamlir kunningjar og vinir. Svo var fólk sem ég þekkti í sjón en ekki enn persónulega. En allmarga hafði ég aldrei séð. Allt var þetta gæfulegt fólk. Vinur minn frá Nóatúnsplaninu var meira að segja mættur.

Pages