Hvað nú? (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Menn eiga ekki að hlaupa frá skoðunum sínum. Hér er hluti af grein sem ég skrifaði fyrir sex árum eða sjö. Greinin heitir Endurreisn Íslands. Öllum þessum árum síðar er enn þörf á Viðreisn.

Eigum við ekki að lyfta umræðunni upp á svolítið hærra plan? (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Ég sé að stuðningsmenn Davíðs segja sigri hrósandi að þeirra maður hafi nú talað beint til þjóðarinnar. Nær lagi væri að segja að Davíð hefði gefið þjóðinni á kjaftinn og telji að hann eigi að fá forsetaembættið að launum.

Óvönduð blaðamennska (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Fyrir lesendur Morgunblaðsins , sem hafa rýmri tíma en blaðamaðurinn knái og prófessorinn, er rétt að benda á að ítarlega stefnu Viðreisnar má lesa á heimasíðunni www.vidreisn.is. Einnig m á sjá upptöku af stofnfundinum á Facebook-síðu flokksins. Það er útilokað að menn komist að svipaðri...

Stofndagurinn (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Sumir höfðu komið á fund til okkar áður. Aðrir voru gamlir kunningjar og vinir. Svo var fólk sem ég þekkti í sjón en ekki enn persónulega. En allmarga hafði ég aldrei séð. Allt var þetta gæfulegt fólk. Vinur minn frá Nóatúnsplaninu var meira að segja mættur.

Ávarp á stofnfundi Viðreisnar (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Í dag sameinum við krafta þessa hóps, krafta fólks sem hefur ástríðu fyrir Íslandi þar sem allir fara að sömu reglum, allir leggja sitt af mörkum og allir uppskera. Þegar Viðreisn vinnur kosningarnar vinnum við öll!

Aðal kosningamál Viðreisnar verður að breyta kerfinu

Eftir Benedikt Jóhannesson
Viðreisn er ekki stofnuð til þess að viðhalda óbreyttu ástandi. Þegar stjórnkerfið og siðferði stjórnmálamanna er svo sjúkt að tugþúsundir mæta á Austurvöll, þá er það ekki ákall um óbreytt ástand, stjórnmál þar sem hvorki forseti né ríkisstjórn vildi setja sér siðareglur, hvað þá fara eftir þeim.

Þegar hatrið nær yfirhöndinni (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Í dag var sagt frá stofnun Íslensku þjóðfylkingarinnar, flokks sem byggir á fordómum. Skiptir engu, segja margir. Örfáir vitleysingar. Í Bandaríkjunum talar Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana niðrandi uml íslamista, konur, Kínverja. Nánast hvern sem honum dettur í hug þegar hann opnar munninn...

Skálkar í skattaskjóli (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
ÓRG: Hvaða ákvörðun? Það stóð aldrei til. Þegar ég hélt fundinn um daginn sagðist ég ætla að bjóða mig fram aftur, en blaðamenn sneru öllu á haus og sögðu að ég ætlaði að bjóða mig aftur fram, sem er auðvitað ekki það sama.

Til góðs vinar liggja gagnvegir (BJ)

Eftir Benedikt Jóhannesson
Kannski er sitthvað til í því að virðingin fyrir Alþingi verði aldrei meiri en virðingin fyrir þeim alþingismönnum sem minnstrar virðingar njóta. Þar bera félagar þeirra líka ábyrgð.

Pages